
Það þótti tíðindum sæta í dag þegar hinn víðfrægi og geðþekki fyrrum stórveldisleiðtogi Gorbatsjú lýsti því yfir að hann vildi afvopnast.
Þetta þykir nokkuð fréttnæmt þar sem hann hefur verið einarður í þeirri afstöðu sinni að leggja aldrei frá sér hólkinn.
Aðspurður um ástæðu þess að hann ákveði nú allt í einu að snúa sér í þessu máli segir hann:
“Tjahh það sagði mér góður vinur að svona villimannleg vopn væru ekki lengur notuð á meðal siðmenntaðra ríkja.”
“Nú tökum við upp nútímatæknina í staðinn”, sagði þessi gullni leiðtogi um leið og hann ræsti endurbyggða alheimseyðingarkjarnorkusprengjustjórnkerfið.